Erlent

Sótt að síðasta vígi skæruliða

Ali Mohamed Gedi
Ali Mohamed Gedi

Síðasta vígi skæruliða íslamista var við það að falla eftir umsátur hermanna sómölsku bráðabirgðastjórnarinnar og Eþíópíuhers, að því er sómalski varnarmálaráðherrann greindi frá í gær.

Umsátursherinn hefur undanfarna daga sótt hart að þeim 500-600 skæruliðum sem vörðust í bækistöð sinni, Ras Kamboni, syðst í landinu, nærri ströndinni og landamærunum að Kenía. Flótti var útilokaður þar sem Keníaher lokaði landamærunum og undan ströndinni var sérsveit bandaríska flotans á vakt.

Abdullahi Yusuf Ahmed, forseti Sómalíu, kom í gær til höfuðborgarinnar Mógadisjú í fyrsta sinn frá því að borgarastríðið hófst fyrir sextán árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×