Erlent

Stefnan kynnt annað kvöld

George W. Bush
George W. Bush

George W. Bush Bandaríkjaforseti ætlar seint á miðvikudagskvöld að skýra frá nýrri stefnu sinni í málefnum Íraks, sem hann hefur haft í mótun allt frá því að repúblikanar biðu ósigur í þingkosningunum í nóvember.

Almennt er reiknað með því að hann vilji fjölga bandarískum hermönnum í Írak úr 140 þúsund í 160 þúsund, að minnsta kosti tímabundið.

Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata á Bandaríkjaþingi, sagði í gær að Bush gæti engan veginn reiknað með því að demókratar samþykktu fjölgun í herliðinu. Þvert á móti væri hugsanlegt að demókratar neituðu að veita hernum það fé sem þarf til að auka herstyrkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×