Erlent

Fimmtán á reki í níu daga

Einn eftirlifenda borinn í land.
Fólkið var máttfarið en heilt á húfi þegar það fannst, að 18 ára dreng undanskildum sem þjáðist af astma. Hann lést skömmu eftir björgunina.
Einn eftirlifenda borinn í land. Fólkið var máttfarið en heilt á húfi þegar það fannst, að 18 ára dreng undanskildum sem þjáðist af astma. Hann lést skömmu eftir björgunina. mynd/afp

Fimmtán manns var bjargað í gær skammt frá eyjunni Jövu eftir að hafa dvalið í björgunarbát í níu daga frá því að indónesísk ferja sem fólkið var á sökk með meira en 600 manns innanborðs. Einn þeirra lést stuttu eftir björgun um borð í flutningaskipið.

Með því að veifa í ofboði og blása í neyðarflautur náði fólkið athygli skipverja á nálægu flutningaskipi. Hafði björgunarbátinn þá rekið næstum 600 kílómetra frá staðnum þar sem ferjan sökk í óveðri.

Um 245 manns hafa fundist á lífi eftir slysið og er 400 enn saknað. Aðeins 13 lík hafa fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×