Erlent

Bandarísk og bresk olíufyrirtæki hagnast

Einu sigurvegarar stríðsins í Írak gætu orðið vestræn olíufyrirtæki.
Einu sigurvegarar stríðsins í Írak gætu orðið vestræn olíufyrirtæki. MYND/nordicphotos/afp

Vestræn olíufyrirtæki munu hagnast verulega á Íraksstríðinu ef nýtt frumvarp íraskra stjórnvalda verður að lögum.

Í breska dagblaðinu Independent er sagt frá því að samkvæmt þessu lagafrumvarpi fái stór bresk og bandarísk olíufyrirtæki þrjátíu ára samning um olíuvinnslu í Írak sem tryggir þeim 75 prósent af söluhagnaði olíunnar þangað til þau hafa fengið upp í allan kostnað við uppbyggingu olíuvinnslunnar. Eftir það fá þau 20 prósent af söluhagnaðinum.

Olíufyrirtækin leggja nú allt kapp á að þetta frumvarp verði að lögum áður en Bandaríkjamenn hverfa á brott frá Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×