Erlent

Hitað upp fyrir G8

MYND/AFP

Lögreglan í Hamborg í Þýskalandi tók hart á mótmælendum í borginni í dag en þangað söfnuðust þúsundir andstæðinga alþjóðavæðingar vegna fundar ASEM, sem eru samtök Evrópu- og Asíulanda.

Utanríkisráðherrar 46 ríkja hittust á fundinum þar sem meðal annars var rætt um ástandið í Darfur, kjarnorkumál og gróðurhúsaáhrif.

Fundurinn er haldinn aðeins viku áður en fulltrúar G8 ríkjanna hittast í Þýskalandi og útskýrir það sennilega fjölda mótmælenda á fundinum, en lögregla og mótmælendur líta á átökin í dag sem einskonar generalprufu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×