Erlent

Hamleys opnar búð á Indlandi

Indverjar gætu átt þess kost að versla í Hamleys innan skamms.
Indverjar gætu átt þess kost að versla í Hamleys innan skamms. MYND/AFP

Þekktasta leikfangaverlsun í heimi, Hamleys í London sem er í eigu Baugs, mun væntanlega opna útibú innan tíðar í Nýju Delhi á Indlandi. Það yrði í fyrsta skipti sem Hamleys verður annars staðar en á Regent street í London, ef undan eru skilin útibú verslunarinnar í Magasin í Danmörku. Samningaviðræður við þarlenda aðila eru sagðar ganga vel og búðin gæti opnað strax á næsta ári.

Í breska blaðinu Manchester evening news er haft eftir forsvarsmönnum Baugs að alltaf hafi staðið til að fjölga verslunum undir þessu þekkta vörumerki. Þegar hefur verið ákveðið að opna útibú frá búðinni í verlsunarkeðjunni House of Fraser um allt Bretland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×