Erlent

Danir skipta um kúrs í hvalveiðimálum

Danir sæta nú harðri gagnrýni Breta og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir að þeir breyttu um stefnu í hvalveiðimálum. Þeir styðja nú skipulegar hvalveiðar og vísindaveiðar. Þetta kom fram á ársfundi hvalveiðiráðsins sem hófst í Anchorage í Alaska í gær.

Bretar gagnrýna Dani fyrir að rjúfa samstöðu um hvalveiðibannið. Per Stig Möller utanríkisráðherra Dana segir stefnubreytinguna vera vegna hagsmuna Grænlendinga og Færeyinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×