Erlent

Danskur ráðherra segir af sér

Lars Barfoed á blaðamannafundinum þar sem hann tilkynnti afsögn sína.
Lars Barfoed á blaðamannafundinum þar sem hann tilkynnti afsögn sína. MYND/Nyhedsavisen

Lars Barfoed hefur sagt af sér sem fjölskyldu- og neytendaráðherra Danmerkur, stuttu eftir að Danski þjóðarflokkurinn lýsti andstöðu við hann sem ráðherra og þar með er meirihluti þingmanna andsnúinn honum. Hann tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi sem hann boðaði til í kvöld.

Þjóðarflokkurinn styður ríkisstjórnina en ákvað í þessu tilfelli að draga til baka stuðning sinn við þennan einstaka ráðherra Íhaldsflokksins. Hann þykir hafa brugðist trausti almennings með því að bregðast ekki nógu hart við endurteknum vandamálum tengdum hreinlæti í matvælavinnslu og matvælaöryggi. Hann hefur sætt hörðum árásum frá stjórnarandstöðunni allt þetta ár vegna þessa.

Kornið sem fyllti mælinn var þó svört skýrsla frá ríkisendurskoðendum, sem birt var í gær, þar sem gagnrýni á matvælaeftirlitið er ítrekuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×