Erlent

Veður hamlar björgunaraðgerðum við Jövu

Sjór við Jövu er hlýr og það hefur komið í veg fyrir að fólk hafi króknað af kulda í sjónum.
Sjór við Jövu er hlýr og það hefur komið í veg fyrir að fólk hafi króknað af kulda í sjónum. MYND/AP

Slæmt veður kemur í veg fyrir að indónesískar björgunarsveitir geti komið fólki sem komst lífs af þegar ferja sökk undan ströndum Jövu í gær til aðstoðar. Flogið hefur verið yfir svæðið þar sem ferjan sökk og segjast talsmenn Indónesíuhers hafa komið auga á að minnsta kosti 10 björgunarbáta með fólki í en bátana rekur nú hratt í austurátt með fram ströndum Jövu. Yfir 600 manns voru í ferjunni þegar hún sökk og hefur rúmlega 150 manns þegar verið bjargað en yfir sextíu lík hafa fundist. Ferjan var á leið frá höfn í Borneó til Jövu þegar hún sökk en ekki liggur fyrir hvernig það gerðist. Þyrlur hafa sveimað yfir staðnum og hefur mat og vatni verið kastað til þeirra sem enn eru fastir í björgunarbátum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×