Erlent

Castro segist á hægum batavegi

Fidel Castro er hér ásamt Hugo Chavez, forseta Venesúela, sem heimsótti Castro til Kúbu skömmu eftir aðgerðina í sumar.
Fidel Castro er hér ásamt Hugo Chavez, forseta Venesúela, sem heimsótti Castro til Kúbu skömmu eftir aðgerðina í sumar. MYND/AP

Fidel Castro, hinn aldni leiðtogi Kúbu, segist á hægum batavegi eftir veikindi sín fyrr á árinu. Frá þessu greinir hann í nýárskveðju sem lesin var upp í ríkissjónvarpi Kúbu. „Ég hef alla tíð sagt að þetta yrði langt ferli en þetta er fjarri því að vera töpuð orrusta," segir Castro í tilkynningunni.

Catro fól bróður sínum, Raul, að halda um stjórnartaumana í landinu í júlí síðastliðnum þegar hann gekkst undir aðgerð vegna veikinda í iðrum. Bandarísk stjórnvöld segja leiðtogann aldna vera með krabbamein og telja að hann lifi ekki út næsta ár en því hafa yfirvöld í Havana hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×