Erlent

660 Palestínumenn létust í árásum á árinu

Ísraelskir hermenn hafa banað 660 Palestínumönnum í ár, sem er þreföldun frá árinu á undan, samkvæmt tölum ísraelskra mannréttindasamtaka. Á sama tíma hafa árásir herskárra Palestínumanna á Ísraela orðið 17 óbreyttum borgurum og 6 hermönnum að bana, þeir hafa ekki verið færri frá því að átökin hófust á ný árið 2000.

B'Tselem, sem er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem fylgist með aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu, sagði að að minnsta kosti 322 af Palestínumönnunum sem létust hafi ekki átt neinn þátt í ofbeldinu þegar þeir létust í árás Ísraela.

Ísraelsher hefur ekki tjáð sig um staðhæfingar B'Tselem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×