Erlent

Saddam hengdur fyrir áramót?

Saddam Hussein í réttarsal.
Saddam Hussein í réttarsal. MYND/AP

Bandarískir ráðamenn búast við að Saddam Hussein verði hengdur á allra næstu dögum, jafnvel fyrir áramót. Þeir segja írösku ríkisstjórnina hafa tilkynnt Bandaríkjamönnum þetta.

Mannréttindasamtök hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðina yfir Saddam og síðast í gær sagði yfirmaður mannréttindamála Sameinuðu þjóðanna, Louise Arbor, að ekki væri ráðlegt að framfylgja dauðadómnum yfir Saddam vegna þess að það gæti haft slæm áhrif á traust írösku þjóðarinnar á dómskerfinu, af því margir teldu dóminn fyrirfram ákveðinn af pólitískum ástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×