Erlent

Setja hugsanlega herlög

Stuðningsmenn stjórnarinnar fögnuðu stjórnarhernum með fána bráðabirgðastjórnarinnar.
Stuðningsmenn stjórnarinnar fögnuðu stjórnarhernum með fána bráðabirgðastjórnarinnar. MYND/AP

Herlög verða væntanlega sett á í Sómalíu á næstu dögum, til að ná tökum á upplausn eftir að uppreisnarmenn yfirgáfu höfuðborgina. Íbúar fögnuðu dátt þegar stjórnarhermenn óku inn í höfuðborgina Mogadishu í gær, en glundroðinn hélt áfram, með ofbeldi og ránum. Næsta verkefni er að afvopna bardagahópa tengda ættbálkastjórnmálum, sem hafa mikil ítök í Sómalíu.

Stjórnmálaskýrendur efast um að stjórnarherinn geti haldið ró í landinu ef þeir njóta ekki stuðnings eþíópískra hersveita sem hafa stutt dyggilega við bakið á herafla bráðabirgðastjórnarinnar, sem hefur ákaflega lítil völd í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×