Upplausn í Mógadisjú 28. desember 2006 12:30 Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, er stjórnlaus eftir að íslamskir uppreisnarmenn sem ráðið hafa borginni flýðu undan hersveitum ríkisstjórnarinnar í morgun. Hópur sem tengist al-Kaída skorar nú á fylgismenn sína að halda til Sómalíu og aðstoða trúbræður sína í stríðinu sem þar geisar. Borgarbúar fagna nú stjórnarhermönnum sem eru að koma til borgarinnar. Liðsmenn íslamska dómsstólaráðsins svonefnda hafa undanfarna daga hörfað undan stórsókn sómalska stjórnarhersins, sem nýtur öflugs stuðnings eþíópíska hersins. Í gær flýðu þeir borgina Jowhar og nú virðist baráttan um höfuðborgina Mógadisjú einnig töpuð. Sharif Ahmed, einn leiðtoga íslamistanna, sagði í samtali við al-Jazeera sjónvarpsstöðina í morgun að þeir hefðu ákveðið að yfirgefa borgina til að koma í veg fyrir að Eþíópíumenn láti sprengjum rigna yfir hana til að myrða sómalska borgara. Uppreisnarmennirnir höfðu ekki fyrr haldið á braut þegar skotbardagar hófust í borginni. Er talið að hinir gömlu stríðsherrar sem áður réðu þar lögum og lofum hafi verið þar á ferðinni til að tryggja yfirráð sín á ný. Fréttir eru þegar farnar að berast að gripdeildum og svo virðist sem Mógadisjú sé enn á ný stjórnlaus með öllu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði annan daginn í röð um átökin í Sómalíu, sem þegar hafa kostað hundruð mannslífa, en gat ekki komið sér saman um orðalag ályktunar þar sem Katarar kröfðust þess að þar væri skorað á allt erlent herlið að yfirgefa landið. Ýmis ríki, þar á meðal Bandaríkin, telja að hernaðaraðstoð Eþíópíumanna skipti höfuðmáli til að halda íslamistunum frá völdum, sem þau telja að tengist al-Kaída hryðjuverkanetinu. Þær grunsemdir fengu byr undir báða vængi í dag þegar hópur sem kallar sig "Íslamskt ríki í Írak" og tengist al-Kaída hvatti alla múslima til að styðja trúbræður sína í Sómalíu í baráttunni við óvininn, ýmist með því að senda þangað peninga eða vopn eða jafnvel taka þátt í sjálfum átökunum. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, er stjórnlaus eftir að íslamskir uppreisnarmenn sem ráðið hafa borginni flýðu undan hersveitum ríkisstjórnarinnar í morgun. Hópur sem tengist al-Kaída skorar nú á fylgismenn sína að halda til Sómalíu og aðstoða trúbræður sína í stríðinu sem þar geisar. Borgarbúar fagna nú stjórnarhermönnum sem eru að koma til borgarinnar. Liðsmenn íslamska dómsstólaráðsins svonefnda hafa undanfarna daga hörfað undan stórsókn sómalska stjórnarhersins, sem nýtur öflugs stuðnings eþíópíska hersins. Í gær flýðu þeir borgina Jowhar og nú virðist baráttan um höfuðborgina Mógadisjú einnig töpuð. Sharif Ahmed, einn leiðtoga íslamistanna, sagði í samtali við al-Jazeera sjónvarpsstöðina í morgun að þeir hefðu ákveðið að yfirgefa borgina til að koma í veg fyrir að Eþíópíumenn láti sprengjum rigna yfir hana til að myrða sómalska borgara. Uppreisnarmennirnir höfðu ekki fyrr haldið á braut þegar skotbardagar hófust í borginni. Er talið að hinir gömlu stríðsherrar sem áður réðu þar lögum og lofum hafi verið þar á ferðinni til að tryggja yfirráð sín á ný. Fréttir eru þegar farnar að berast að gripdeildum og svo virðist sem Mógadisjú sé enn á ný stjórnlaus með öllu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði annan daginn í röð um átökin í Sómalíu, sem þegar hafa kostað hundruð mannslífa, en gat ekki komið sér saman um orðalag ályktunar þar sem Katarar kröfðust þess að þar væri skorað á allt erlent herlið að yfirgefa landið. Ýmis ríki, þar á meðal Bandaríkin, telja að hernaðaraðstoð Eþíópíumanna skipti höfuðmáli til að halda íslamistunum frá völdum, sem þau telja að tengist al-Kaída hryðjuverkanetinu. Þær grunsemdir fengu byr undir báða vængi í dag þegar hópur sem kallar sig "Íslamskt ríki í Írak" og tengist al-Kaída hvatti alla múslima til að styðja trúbræður sína í Sómalíu í baráttunni við óvininn, ýmist með því að senda þangað peninga eða vopn eða jafnvel taka þátt í sjálfum átökunum.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira