Erlent

Gates-hjónin leggja fram 6 milljarða gegn malaríu

Moskítóflugan ber malaríuveiruna á milli manna.
Moskítóflugan ber malaríuveiruna á milli manna. MYND/Getty

Stofnun Gates-hjónanna Bills og Melindu hefur heitið tæpum sex milljörðum íslenskra króna til baráttunnar við malaríu í heiminum. Fénu verður varið til betra eftirlits, rannsókna á bólusetningum og til að fyrirbyggja sjúkdóm sem verður rúmlega milljón manna að aldurtila á ári.

Alls hafa Microsoft-maðurinn Bill Gates og kona hans Melinda lagt 53,5 milljarða íslenskra króna til baráttunnar við malaríu. Í ávarpi sem Melindu minnti hún Bandaríkjamenn á að slíkt heilbrigðisvandamál sem malarían er yrði ekki liðin í Bandaríkjunum, því ættu Bandaríkjamenn ekki að líða malaríu neins staðar í heiminum.

Hún mun einnig ávarpa ráðstefnu um sjúkdóminn í Hvíta húsinu á morgun, þar sem fulltrúar alþjóðasamtaka og stofnana sem málið snertir funda með afrískum leiðtogum til að leita ráða við sjúkdómnum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×