Erlent

Olmert viðurkennir kjarnavopnaeign Ísraela

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels. MYND/AP

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, varð í kvöld, að því er virðist, fyrstur ísraelskra ráðamanna til að viðurkenna það sem marga grunaði: að Ísraelar búi yfir kjarnavopnum. Ekki er ljóst af ummælum hans í viðtali sem sýnt var í kvöld, hvort honum varð fótaskortur á tungunni, eða hvort það var ætlun hans að viðurkenna kjarnavopnaeign landsins.

"Ísraelar ógnar engu landi á nokkurn hátt - og hefur aldrei gert," sagði Olmert í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina SAT 1. "Við höfum í mesta lagi tryggt að við getum lifað án hryðjuverka. En við höfum aldrei hótað neinni þjóð að afmá hana af yfirborði jarðar."

"Íranar hóta opinberlega, skýrt og skorinort, að þurrka Ísrael af kortinu. Geturðu sagt að tilraun þeirra til að eignast kjarnavopn sé af sama toga og réttlætanleg á sama hátt og kjarnavopnaeign Bandaríkjanna, Frakklands, Ísraels og Rússlands?"

Svo mörg voru þau orð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×