Erlent

Fimmtu vændiskonunnar saknað

Lögreglan í Bretlandi leitar nú fimmtu vændiskonunnar sem horfið hefur á stuttum tíma og óttast raðmorðingja sem líkir eftir verkum hins alræmda Kobba kviðristu, sem Englendingar kalla Jack the ripper. Þrjár þessara fimm hafa þegar fundist myrtar.

Breskur viðskiptajöfur hefur auglýst tæplega 7 milljóna verðlaun fyrir upplýsingar sem leitt gætu til lausnar málsins. Hann segist eiga dóttur á táningsaldri og vilji ekki hafa mann á götunum sem ráðist á ungar stúlkur.

Ekki hefur fengist staðfest enn sem komið er að einn maður sé að verki, en víst er að allar stúlkurnar sem fundist hafa myrtar, og tvær að auki sem er saknað, hafa haft lífsviðurværi af vændi og öðrum störfum í kynlífsiðnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×