Erlent

Fjórir rannsakaðir í Þýskalandi vegna hugsanlegrar póloneitrunar

Starfsmenn Geislavarna Þýskalands kanna hvort geislavirka efnið pólon-210 sé að finna í bifreið í Haselau vestur af Hamborg.
Starfsmenn Geislavarna Þýskalands kanna hvort geislavirka efnið pólon-210 sé að finna í bifreið í Haselau vestur af Hamborg. MYND/AP

Verið er að rannsaka fjórar manneskjur í Þýskalandi vegna gruns um að þær hafi orðið fyrir sams konar eitrun og dró Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnara hjá KGB, til dauða.

Um er að ræða fyrrverandi eiginkonu rússneska athafnamannsins Dmítrís Kovtúns, sambýlismann hennar og tvö ung börn, en grunur leikur á að Kovtún hafi borið eitrið, pólon-210, til Bretlands. Rannsakendur hafa fundið leifar af geislavirka efninu á að minnsta kosti tveimur stöðum sem Kovtún heimsótti áður en hann átti fund með Litvinenko í Lundúnum, þar á meðal í íbúð fyrrverandi eiginkonu Kovtúns í Hamborg. Fyrstu niðurstöður rannsókna á fjórmenningunum í Hamborg benda til að þau hafi ekki orðið fyrir eitrun en frekari rannsóknir bíða þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×