Innlent

Enn úrsagnir úr Sjálfstæðisflokkunum vegna Árna Johnsen

Í Pólitíkinni á Stöð 2 klukkan 19:40 í kvöld verður rætt um pólitíska ábyrgð, iðrun og fyrirgefningu.
Í Pólitíkinni á Stöð 2 klukkan 19:40 í kvöld verður rætt um pólitíska ábyrgð, iðrun og fyrirgefningu. MYND/Gunnar

Enn ber á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum í kjölfar prófkjörssigurs Árna Johnsen fyrir tæpum mánuði. Þetta er óþægindamál fyrir flokkinn, segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði, sem þarf að klára sem fyrst.

Það kemur til kasta kjördæmisráðsþings að ganga endanlega frá framboðslistanum, með eða án Árna Johnsen. Þeir forystumenn flokksins í Suðurkjördæmi sem fréttastofa talaði við, telja líklegast að Árni Johnsen haldi sínu sæti.

Allt frá prófkjörinu hefur verið kurr í flokkssystkinum Árna í öllum kjördæmum og flokksforystan hefur verulegar áhyggjur. Flokkurinn kom illa út úr síðustu skoðanakönnun og samkvæmt heimildum fréttastofu ber enn á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum, að sögn vegna framboðs Árna Johnsen.

Gunnar Helgi segir að þrátt fyrir allt hafi Árni Johnsen þó verið kosinn samkvæmt lýðræðislegum leikreglum, enginn hafi þurft að velkjast í vafa um fortíð hans eða hvern mann hann hefur að geyma. Best sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ganga frá málinu sem allra fyrst, hvort sem menn ákveða að hreyfa við listanum eða ekki.

Í Pólitíkinni á Stöð 2 klukkan 19:40 í kvöld verður rætt um pólitíska ábyrgð, iðrun og fyrirgefningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×