Innlent

Úrskurður héraðsdóms frá því morgun kærður til Hæstaréttar

Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur um hæfi yfirmanna efnahagsbrotadeildar til að fara með rannsókn á skattamálum fimm manna tengdum Baugi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Til stóð að halda áfram með málið klukkan 14 en þá tilkynntu lögmenn Baugsmanna að þeir hefðu ákveðið að kæra úrskurð dómsins frá því í morgun til Hæstaréttar.

Þá hafnaði héraðdómur Reykjavíku þeirri kröfu Baugsmanna að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, skyldu bera vitni fyrir dómnum í tengslum við þessa ákæru Baugsmanna. Málið snýst um það hvort yfirmenn hjá Ríkislögreglustjóra hafi með ummælum sínum í fjölmiðlum myndað sér fyrir fram skoðun á sekt Baugsmanna og séu þar með vanhæfir til að fara með málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×