Innlent

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðuvesturkjördæmi ákveðinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sigraði prófkjör flokksins í kjördæminu leiðir listann.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sigraði prófkjör flokksins í kjördæminu leiðir listann. MYND/Vísir

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi var ákveðinn á fundi í Valhöll á síðastliðinn laugardag. Miðstjórn flokksins á eftir að samþykkja hann en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sigraði prófkjör flokksins í kjördæminu leiðir listann.

Listinn í heild:

1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 41 árs, menntamálaráðherra, Hafnarfirði.

2. Bjarni Benediktsson, 36 ára, alþingismaður, Garðabæ.

3. Ármann Kr. Ólafsson, 40 ára, bæjarfulltrúi, Kópavogi.

4. Jón Gunnarsson, 50 ára, framkvæmdastjóri Landsbjargar, Kópavogi.

5. Ragnheiður Elín Árnadóttir, 39 ára, aðstoðarmaður ráðherra, Garðabæ.

6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, 57 ára, bæjarstjóri, Mosfellsbæ.

7. Rósa Guðbjartsdóttir, 41 árs, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði.

8. Bryndís Haraldsdóttir, 29 ára, varaþingmaður, Mosfellsbæ.

9. Pétur Árni Jónsson, 28 ára, ráðgjafi, Seltjarnarnesi.

10. Sigríður Rósa Magnúsdóttir, 45 ára, bæjarfulltrúi, Álftanesi.

11. Sjöfn Þórðardóttir, 34 ára, verkefnastjóri, Seltjarnarnesi.

12. Þorsteinn Þorsteinsson, 62 ára, skólameistari, Garðabæ.

13. Örn Tryggvi Johnsen, 41 árs, vélaverkfræðingur, Hafnarfirði.

14. Guðni Stefánsson, 68 ára, stálvirkjameistari, Kópavogi.

15. Gísli Gíslason, 42 ára, lífeðlisfræðingur, Álftanesi.

16. Stefanía Magnúsdóttir, 64 ára, varaformaður VR, Garðabæ.

17. Valgeir Guðjónsson, 54 ára, tónlistarmaður, Seltjarnarnesi.

18. Hilmar Stefánsson, 26 ára, nuddari, Mosfellsbæ.

19. Elín Ósk Óskarsdóttir, 45 ára, óperusöngkona, Hafnarfirði.

20. Guðrún Edda Haraldsdóttir, 29 ára, markaðsstjóri, Seltjarnarnesi.

21. Almar Grímsson, 64 ára, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði.

22. Sigurrós Þorgrímsdóttir, 59 ára, alþingmaður og bæjarfulltrúi, Kópavogi.

23. Gunnar Ingi Birgisson, 58 ára, bæjarstjóri, Kópavogi.

24. Sigríður Anna Þórðardóttir, 60 ára, alþingismaður og fyrrverandi umhverfisráðherra, Mosfellsbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×