Erlent

Chavez sagður öruggur um sigur

Allt bendir til að Hugo Chavez verði endurkjörinn forseti Venesúela þegar landsmenn ganga að kjörborðinu í dag. Kannanir síðustu daga benda til að Chavez hafi um tuttugu prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn Manuel Rosales. Á meðal helstu kosningamálanna er skipting olíusölutekna ríkisins og sambandið við Bandaríkin en Chavez er sjálfsagt þekktastur á alþjóðavettvangi fyrir harða gagnrýni sína á stjórnvöld í Washington.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×