Fótbolti

Klose með þrennu fyrir Bremen

Miroslav Klose er sjóðandi heitur um þessar mundir.
Miroslav Klose er sjóðandi heitur um þessar mundir.

Werder Bremen gaf tóninn af því sem koma skal í stórleiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni á þriðjudag með því að bera sigurorð af Herthu Berlin, 3-1, í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn fleytir Bremen í toppsæti deildarinnar en Miroslav Klose skoraði öll mörkin.

Klose hefur nú skorað 11 mörk á leiktíðinni og ætti frammistaða hans í dag að veita honum mikið sjálfstraust fyrir leikinn á þriðjudag, þar sem Bremen nægir stig til að komast áfram. Bremen er með einu stigi meira en Schalke á toppi deildarinnar, en Shcalke leikur gegn Nurnberg á morgun og gefur endurheimt toppsætið.

Meistarar Bayern Munchen náði aðeins jafntefli gegn Mönchengladbach á heimavelli sínum í dag og er þremur stigum á eftir Bremen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×