Erlent

Ritarar jólasveinsins auralausir

Jólasveinninn biður að heilsa en hann hefur ekki tíma til að svara öllum bréfunum sem honum berast, þau eru svo mörg.
Jólasveinninn biður að heilsa en hann hefur ekki tíma til að svara öllum bréfunum sem honum berast, þau eru svo mörg. MYND/af netinu

Stórir póstsekkir með bréfum til jólasveinsins, óskalistum, teikningum og persónulegum bréfum frá börnum um víðan heim, safna nú ryki á pósthúsi á Grænlandi. Hið opinbera er nefnilega hætt að greiða fyrirtækinu sem sá um ritarastörfin fyrir jólasveininn, sem hefur vitanlega margt á sinni könnu.

Danska blaðið MetroXpress vitnar í ritara jólasveinsins og besta vin hans, Anders Læsøe, sem segir að bréfum til jólasveinsins hafi verið svarað frá Grænlandi frá því eftir seinni heimsstyrjöldina. Fyrst hafi sjálfboðaliðar boðið sig fram til að svara bréfum sem stíluð voru á jólasveininn en til skamms tíma hafi heimastjórnin greitt einkafyrirtæki til að sjá um bréfaskriftir í nafni jólasveinsins. Þetta sé nú búið spil og því einhver börn sem ekki fá svarbréf frá sveinka því karlinn hefur jú ekki tíma til þess sjálfur að svara öllu því ógrynni af bréfum sem honum berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×