Erlent

Líbanonsstjórn samþykkti tillögu að Hariri-dómstól

Ríkisstjórn Líbanons, - það sem er eftir af henni, samþykkti í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna að uppsetningu dómstóls til að rétta yfir mönnunum sem grunað er að hafi myrt Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir einu og hálfu ári. Sex ráðherrar hliðhollir eru Sýrlandi og mótfallnir dómstólnum hafa sagt af sér embætti síðan á laugardaginn.

Fouad Siniora, forsætisráðherra, krafðist þess að fundurinn yrði haldinn, þrátt fyrir blóðtöku stjórnarinnar.

Sáttaviðræður um þjóðstjórn eru í enn frekara uppnámi vegna dómstólsins en þeir ráðherrar sem hliðhollir eru Sýrlendingum voru mótfallnir dómstólnum, sem styrkir þá trú að Sýrland hafi haft hönd í bagga í stórri sprengjuárás sem varð Hariri að bana þann 14. febrúar 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×