Erlent

Uppstokkun í bresku ríkisstjórninni

Tony Blair skipti út mönnum í dag. Sjálfur situr hann samt enn sem fastast.
Tony Blair skipti út mönnum í dag. Sjálfur situr hann samt enn sem fastast. MYND/AP

Breski iðnaðar- og viðskiptaráðherrann Alistair Darling mun taka við embætti orkumálaráðherra, til viðbótar við núverandi embætti. Malcolm Wicks, sem verið hefur orkumálaráðherra færist yfir í vísindaráðuneytið þar sem David Sainsbury lávarður ætlar að draga sig í hlé úr stjórnmálum eftir átta ár sem ráðherra.

Sainsbury lávarður hyggst snúa sér að viðskiptum og góðgerðarmálum þegar um hægist. Mikið mun mæða á hinum nýja orkumálaráðherra þar sem breska ríkisstjórnin hefur nýverið sett loftslagsbreytingar og orkuöryggi á oddinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×