Erlent

Tvíhliða samningur í höfn milli Rússa og Bandaríkjamanna

Rússneskir og bandarískir samningamenn hafa komist að samkomulagi um tvíhliða samninga sem nauðsynlegir eru til þess að Rússland geti fengið aðgang að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar. Viðræður hafa staðið nánast allan sólarhringinn, að sögn starfsmannastjóra fjármálaráðuneytis Rússlands.

Bush Bandaríkjaforseti mun koma við í Mosvku á leið sinni til fundar fjármálaráðherra í Asíu í Hanoi í Víetnam, sá fundur byrjar þann 18.nóvember. "Við vonumst síðan eftir því að forsetarnir innsigli samkomulagið í Víetnam í byrjun næstu viku," sagði varafjármálaráðherra Andrei Sharonov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×