Fótbolti

Bayern tapaði fyrir botnliðinu

Roy Makaay og félagar í Bayern fengu mjög óvæntan skell í kvöld
Roy Makaay og félagar í Bayern fengu mjög óvæntan skell í kvöld NordicPhotos/GettyImages
Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen töpuðu mjög óvænt 1-0 fyrir botnliði Hannover í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var Szabolcs Huszti sem skoraði mark félaga Gunnars Heiðars Þorvaldssonar eftir varnarmistök Bayern, sem er nú sex stigum á eftir toppliði Werder Bremen. Stuttgart er í öðru sætinu eftir 2-0 sigur á Hamburg í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×