Enski boltinn

Watford, 3-3, Fulham

MYND/Getty

Watford og Fulham gerðu 3-3 jafntefli í ensku deildinni í kvöld. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham og var þetta í fyrsta skipti sem hann mætti sínum gömlu félögum í Watford. Watford komst í 2-0, en eftir æsilegar lokamínútur og mark frá Heiðari á 83. mínútu varð niðurstaðan 3-3 jafntefli.

Marlon King kom Watford yfir á 23. mínútu og Ashley Young bætti öðru marki við á 46. mínútu. Brian McBride minkaði muninn fyrir Fulham á 71. mínútu og Heiðar Helguson jafnaði á þeirri 83. Damien Francis varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 87. mínútu og koma Fulham í 3-2 en á 89. mínútu skoraði Ashley Young sitt annað mark fyrir Watford sem tryggði þeim annað stigið í hörkuleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×