Enski boltinn

Titus Bramble heldur sæti sínu

Andy Johnson hjá Everton leikur á Titus Bramble hjá Newcastle í leik liðanna á Sunnudag
Andy Johnson hjá Everton leikur á Titus Bramble hjá Newcastle í leik liðanna á Sunnudag MYND/AP

Hinn seinheppni varnarmaður Newcastle, Titus Bramble, heldur sæti sínu í liðinu fyrir Evrópuleikinn gegn Levadia Tallinn. Bramble varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að hafa verið valinn í lið vikunnar, hjá ESPN, eftir síðasta leik gegn Everton.

Hið vafasama er að hann var valinn í liðið fyrir hönd andstæðinga sinna í leiknum, en hann þótti hafa verið einn besti leikmaður Everton.

Leikurinn verður í beinni á Sýn á fimmtudaginn og það er Íslendingurinn Kristinn Jakobsson sem dæmir.

Bramble verður í hjarta varnarinnar ásamt Steven Taylor. Damien Duff er í leikmannahópnum en hann hefur átt við meiðsli að stríða, sama má segja um Charles N´Zogbia. Shay Given og Nolberto Solano eru meiddir en Giuseppe Rossi má ekki leika í Evrópukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×