Sátt næst um hryðjuverkafrumvarp Bush 22. september 2006 12:00 MYND/AP Náðst hefur samkomulag um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur meðal annars að því hversu langt bandaríska leyniþjónustan má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum. Þetta þýðir að hryðjuverkafrumvarp Bush getur nú farið til lokaumræðu á þingi og Rebúblikanaflokkurinn getur beint sjónum fjölmiðla að öðru en innanflokksdeilum nú þegar styttist óðum í þingkosningar í landinu, en þær verða haldnar í nóvember. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain var einn þriggja þingmanna flokksins sem sögðu Bush að hann gæti ekki komið hryðjuverkafrumvarpi sínu óbreyttu í gengum þingið. Það væri ljóst að Bandaríkjamenn myndu virða Genfarsáttmálann um meðferð á stríðsföngum og því skýlaus krafa þeirra þriggja að pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum yrðu ekki leyfðar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Bush féll frá þeirri kröfu sinni að ekki sé hægt að sækja til saka þá fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar sem sinna yfirheyrslum. Samkomulagið felur það einnig í sér að ríkisstjórn Bush getur hafið á ný herréttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum í Guantanamo-fangelsinu en þeim var frestað í júní síðastliðnum. Lögfræðingar þeirra ákærðu fá hins vegar aukinn rétt á að sjá þau sönnunargögn sem eru gegn þeim. Talið er að fjögurhundruð og sextíu fangar séu í haldi í Guantanamo. Fangabúðir Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu hafa nú verið starfræktar í fjögur og hálft ár. Þar eru vistaðir meintir hryðjuverkamenn. Gagnrýni á stjórnvöld í Bandaríkjnum hefur aukist á síðustu árum vegna búðanna. Bush fagnaði samkomulaginu mikið og sagði hryðjuverkalögin eitt helsta tækið sem stjórnvöld hefðu til að vernda landið. Erlent Fréttir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira
Náðst hefur samkomulag um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur meðal annars að því hversu langt bandaríska leyniþjónustan má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum. Þetta þýðir að hryðjuverkafrumvarp Bush getur nú farið til lokaumræðu á þingi og Rebúblikanaflokkurinn getur beint sjónum fjölmiðla að öðru en innanflokksdeilum nú þegar styttist óðum í þingkosningar í landinu, en þær verða haldnar í nóvember. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain var einn þriggja þingmanna flokksins sem sögðu Bush að hann gæti ekki komið hryðjuverkafrumvarpi sínu óbreyttu í gengum þingið. Það væri ljóst að Bandaríkjamenn myndu virða Genfarsáttmálann um meðferð á stríðsföngum og því skýlaus krafa þeirra þriggja að pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum yrðu ekki leyfðar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Bush féll frá þeirri kröfu sinni að ekki sé hægt að sækja til saka þá fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar sem sinna yfirheyrslum. Samkomulagið felur það einnig í sér að ríkisstjórn Bush getur hafið á ný herréttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum í Guantanamo-fangelsinu en þeim var frestað í júní síðastliðnum. Lögfræðingar þeirra ákærðu fá hins vegar aukinn rétt á að sjá þau sönnunargögn sem eru gegn þeim. Talið er að fjögurhundruð og sextíu fangar séu í haldi í Guantanamo. Fangabúðir Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu hafa nú verið starfræktar í fjögur og hálft ár. Þar eru vistaðir meintir hryðjuverkamenn. Gagnrýni á stjórnvöld í Bandaríkjnum hefur aukist á síðustu árum vegna búðanna. Bush fagnaði samkomulaginu mikið og sagði hryðjuverkalögin eitt helsta tækið sem stjórnvöld hefðu til að vernda landið.
Erlent Fréttir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira