Innlent

Hryðjuverk kostuðu 300 manns vinnuna hjá Icelandair

Hryðjuverkin 11. september 2001 kostuðu tæplega þrjú hundruð manns sem störfuðu hjá Icelandair atvinnuna. Þetta kom fram í viðtali við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, á Fréttavaktinni í morgun. Guðjón segir flugstarfsemi í heiminum ekki enn komna í sama horf og hún var fyrir árásirnar.

Guðjón segir árásirnar hafa gjörbreytt öllum rekstri Icelandair eins og annarra flugfélaga. Strax þennan dag hafi eftirspurn eftir flugi til og frá Bandaríkjunum hrunið og næstu vikur og mánuði hafi sala á ferðum dregist saman um 30-40 prósent hjá Icelandaei. Gerðar hafi verið gríðarlega miklar breytingar á fyrirtækinu sem hafi leitt til þess að tæplega 300 manns hafi misst atvinnuna. Fyrirtækið hafi svo verið byggt upp aftur á þeim grunni.

Guðjón segir enn fremur að atburðurinn hafi haft gríðarlegar afleiðingar fyrir flugstarfsemi í heiminum og hún sé ekki orðin eins og hún var fyrir árásirnar, m.a. vegna áframhaldandi umræðu um öryggisgæslu í flugvélum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.