Samkeppni íslenskra háskóla ekki af hinu góða 8. september 2006 16:45 Samkeppnisumhverfið sem íslenskir háskólar búa við er ekki af hinu góða. Þetta er meðal þess sem gagnrýnt er í nýrri skýrslu OECD um íslenska háskólakerfið. Þar kemur einnig fram að gæðaeftirlit með skólunum er ófullnægjandi. Skýrslan var kynnt í Iðusölum við Lækjargötu í dag en efni hennar var upphaflega gert opinbert á heimasíðu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, fyrir rúmum tveimur vikum. Sex sérfræðingar um menntamál unnu úttektina og eru þeir harðorðir á sumum stöðum í skýrslu sinni, segja til að mynda að skýra stefnu um gæðaeftirlit háskólanáms hér á landi vanti algjörlega og huga þurfi alvarlega að gæðum námsins og fjármögnun þess. „Það er ekki auðvelt fyrir ríki þegar háskólastigið vex jafn hratt og það hefur gert hér á landi, en slík þróun kallar á nýja forgangsröðun," segir Paulo Santiago, sérfræðingur OECD, sem kynnti skýrsluna í dag. „Þar skiptir mestu máli að endurskoða þann þátt sem snýr að stjórnkerfinu, og ekki leggja of mikla áherslu á að skólarnir eigi að vera í samkeppni." Í skýrslunni er fundið að því að einungis einkareknir háskólar megi lögum samkvæmt innheimta skólagjöld, en ekki þeir ríkisreknu. Santiago segir eðlilegt að einkaskólarnir hafi haft þessi „fríðindi", ef svo má að orði komast, fyrst eftir að þeir voru stofnaðir, „en nú þegar skólarnir hafa öðlast sinn sess í menntakerfinu teljum við tímabært að hugað sé að leiðréttingu á þessu í samkeppnisumhverfi skólanna." Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Samkeppnisumhverfið sem íslenskir háskólar búa við er ekki af hinu góða. Þetta er meðal þess sem gagnrýnt er í nýrri skýrslu OECD um íslenska háskólakerfið. Þar kemur einnig fram að gæðaeftirlit með skólunum er ófullnægjandi. Skýrslan var kynnt í Iðusölum við Lækjargötu í dag en efni hennar var upphaflega gert opinbert á heimasíðu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, fyrir rúmum tveimur vikum. Sex sérfræðingar um menntamál unnu úttektina og eru þeir harðorðir á sumum stöðum í skýrslu sinni, segja til að mynda að skýra stefnu um gæðaeftirlit háskólanáms hér á landi vanti algjörlega og huga þurfi alvarlega að gæðum námsins og fjármögnun þess. „Það er ekki auðvelt fyrir ríki þegar háskólastigið vex jafn hratt og það hefur gert hér á landi, en slík þróun kallar á nýja forgangsröðun," segir Paulo Santiago, sérfræðingur OECD, sem kynnti skýrsluna í dag. „Þar skiptir mestu máli að endurskoða þann þátt sem snýr að stjórnkerfinu, og ekki leggja of mikla áherslu á að skólarnir eigi að vera í samkeppni." Í skýrslunni er fundið að því að einungis einkareknir háskólar megi lögum samkvæmt innheimta skólagjöld, en ekki þeir ríkisreknu. Santiago segir eðlilegt að einkaskólarnir hafi haft þessi „fríðindi", ef svo má að orði komast, fyrst eftir að þeir voru stofnaðir, „en nú þegar skólarnir hafa öðlast sinn sess í menntakerfinu teljum við tímabært að hugað sé að leiðréttingu á þessu í samkeppnisumhverfi skólanna."
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira