Meðhöndlaðir sem landráðamenn 20. ágúst 2006 18:45 Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Elias al-Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði í dag að þeir sem stæðu að flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði yrðu meðhöndlaðir sem landráðamenn. Hann sagði slíkar árásir aðeins vatn á myllu Ísraela sem myndu nota þær sem átillu til að hefja árásir á Líbanon að nýju. al-Murr sagðist þó sannfærður um að Hizbollah-skæruliðar myndu halda að sér höndum. Orð ráðherrans eru þó túlkuð sem skýr viðvörun til skæruliðanna. al-Murr endurtók þó ekki hótun sína frá í gær um að liðsflutningar líbanska hersins til Suður-Líbanon yrðu stöðvaðir ef annað skyndiáhlup yrði gert líkt því og sérsveitir Ísraela gerðu á Austur-Líbanon í gær. Ísraelar halda enn í þá skýringu að þeir hafi verið að stöðva flutning vopna til Hizbollah-liða og þeim heimilt að grípa til þess ráðs samkvæmt ákvæðum vopnahlésályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fleiri slík áhlaup yrðu gerð ef þörf væri á þar til friðargæslulið verði komið á svæðið og tilbúið til að sinna verkefnum sínum. Utanríkisráðherrar ríkja Arababandalagsins komu saman til neyðar fundar í Kairo í Egyptalandi í dag til að ræða hvernig ætti að fjármagna endurbyggingu Líbanons. Einnig átti að losa um spennu sem hefur myndast milli hófsamra ríkja Araba og Sýrlendinga eftir ræðu Assads Sýrlandsforseta í síðustu viku þar sem hann ávítti leiðtoga nágrannaríkjanna fyrir að styðja ekki Hizbollah og sagði stríðið í Líbanon hafa afhjúpað þá sem liðleskjur. Sýrlendingar eru helstu bakhjarlar Hizbollah. Athygli vakti að utanríkisráðherra Sýrlands sótti ekki fundinn í dag. Sádí Arabar hafa þegar lagt fram jafnvirði tæplega 35 milljarða íslenskra króna til endurbyggingarinnar og stjórnvöld í Kúvæt hafa heitið jafnvirði tæplega 56 milljarða. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Sjá meira
Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Elias al-Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði í dag að þeir sem stæðu að flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði yrðu meðhöndlaðir sem landráðamenn. Hann sagði slíkar árásir aðeins vatn á myllu Ísraela sem myndu nota þær sem átillu til að hefja árásir á Líbanon að nýju. al-Murr sagðist þó sannfærður um að Hizbollah-skæruliðar myndu halda að sér höndum. Orð ráðherrans eru þó túlkuð sem skýr viðvörun til skæruliðanna. al-Murr endurtók þó ekki hótun sína frá í gær um að liðsflutningar líbanska hersins til Suður-Líbanon yrðu stöðvaðir ef annað skyndiáhlup yrði gert líkt því og sérsveitir Ísraela gerðu á Austur-Líbanon í gær. Ísraelar halda enn í þá skýringu að þeir hafi verið að stöðva flutning vopna til Hizbollah-liða og þeim heimilt að grípa til þess ráðs samkvæmt ákvæðum vopnahlésályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fleiri slík áhlaup yrðu gerð ef þörf væri á þar til friðargæslulið verði komið á svæðið og tilbúið til að sinna verkefnum sínum. Utanríkisráðherrar ríkja Arababandalagsins komu saman til neyðar fundar í Kairo í Egyptalandi í dag til að ræða hvernig ætti að fjármagna endurbyggingu Líbanons. Einnig átti að losa um spennu sem hefur myndast milli hófsamra ríkja Araba og Sýrlendinga eftir ræðu Assads Sýrlandsforseta í síðustu viku þar sem hann ávítti leiðtoga nágrannaríkjanna fyrir að styðja ekki Hizbollah og sagði stríðið í Líbanon hafa afhjúpað þá sem liðleskjur. Sýrlendingar eru helstu bakhjarlar Hizbollah. Athygli vakti að utanríkisráðherra Sýrlands sótti ekki fundinn í dag. Sádí Arabar hafa þegar lagt fram jafnvirði tæplega 35 milljarða íslenskra króna til endurbyggingarinnar og stjórnvöld í Kúvæt hafa heitið jafnvirði tæplega 56 milljarða.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Sjá meira