Opnast sprungur? 18. ágúst 2006 12:04 MYND/Vilhelm Búast má við þeim möguleika að gamlar sprungur eða nýjar opnist undir Kárahnjúkastíflunni, einkum þegar lónið er fullt, og í framhaldi af því geti stíflan brostið, segir meðal annars í greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings til forstjóra Orkustofnunar fyrir rúmum fjórum árum. Grímur vann þá hjá stofnuninni og dregur þessar ályktanir meðal annars af því að í umhverfismatsskýrslu Landsvrikjunar frá árinu 2001 sé hvergi minnst á spennuástand í bergi á þessum slóðum, né hvernig það muni breytast við gerð lónsins. Grímur segir ennfremur ljóst að jarðhiti sé í sprungukerfi, sem nær undir fyrirhugaða Kárahnjúkastíflu og hefur verið ágætlega virkt með köflum að minnsta kosti síðustu tíu þusund árin. Því geti hann ekki fallist á þá fullyrðingu í skýrslunni að bergið í stíflustæðunum henti vel fyrir stíflurnar. Þá fellst hann ekki á þá niðurstöðu skýrslunnar að lónið hafi engin áhrif á eldvirkni, þvert á móti telur hann talsverðar líkur á að eldvirkni vaxi við lónið. Grímur virðist einnig hafa séð fyrir vandræðin við borun jarðganganna, sem nú eru orðin vel á eftir áætlun. Þessa skýrslu Gríms er að finna á heimasíðu Orkustofnunar. Grímur hefur fært sig um set og stafar nú hjá Orkuveitu Reykjavíkur, en samkvæmt Fréttablaðinu, sem reyndi að ná tali af Grími, gildir sú regla að starfsmenn tjái sig ekki um málefni samkeppnisaðila á markaði, og mun það hugtak hefta tjáningafrelsi Gríms í þessu tilviki. Fréttir Innlent Umhverfismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Búast má við þeim möguleika að gamlar sprungur eða nýjar opnist undir Kárahnjúkastíflunni, einkum þegar lónið er fullt, og í framhaldi af því geti stíflan brostið, segir meðal annars í greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings til forstjóra Orkustofnunar fyrir rúmum fjórum árum. Grímur vann þá hjá stofnuninni og dregur þessar ályktanir meðal annars af því að í umhverfismatsskýrslu Landsvrikjunar frá árinu 2001 sé hvergi minnst á spennuástand í bergi á þessum slóðum, né hvernig það muni breytast við gerð lónsins. Grímur segir ennfremur ljóst að jarðhiti sé í sprungukerfi, sem nær undir fyrirhugaða Kárahnjúkastíflu og hefur verið ágætlega virkt með köflum að minnsta kosti síðustu tíu þusund árin. Því geti hann ekki fallist á þá fullyrðingu í skýrslunni að bergið í stíflustæðunum henti vel fyrir stíflurnar. Þá fellst hann ekki á þá niðurstöðu skýrslunnar að lónið hafi engin áhrif á eldvirkni, þvert á móti telur hann talsverðar líkur á að eldvirkni vaxi við lónið. Grímur virðist einnig hafa séð fyrir vandræðin við borun jarðganganna, sem nú eru orðin vel á eftir áætlun. Þessa skýrslu Gríms er að finna á heimasíðu Orkustofnunar. Grímur hefur fært sig um set og stafar nú hjá Orkuveitu Reykjavíkur, en samkvæmt Fréttablaðinu, sem reyndi að ná tali af Grími, gildir sú regla að starfsmenn tjái sig ekki um málefni samkeppnisaðila á markaði, og mun það hugtak hefta tjáningafrelsi Gríms í þessu tilviki.
Fréttir Innlent Umhverfismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira