Erlent

Um hundrað manns látnir eftir sprengingar í Mumbai

Hópur fólks fyrir utan lokaða lestarstöð í Mombai í dag
Hópur fólks fyrir utan lokaða lestarstöð í Mombai í dag MYND/AP

Sjö sprengjur sprungu í farþegalestum í borginni Mumbai, sem áður kallaðist Bombay, á Indlandi fyrr í dag. Að sögn lögreglu borgarinnar eru að minnsta kosti 100 manns látnir. Björgunarmenn eru á vettvangi og hafa þeir bjargað tugum manna úr lestunum. Forsætisráðherra Indlands hefur kallað til neyðarfundar. Borgin er fjármálamiðstöð landsins og þar hafa áður verið framin sprengjutilræði. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á tilræðunum en böndin eru talin berast að aðskilnaðarsinnum frá héraðinu Kasmír.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×