Árásum á Gaza haldið áfram 30. júní 2006 08:15 MYND/AP Ísraelskar herþotur gerðu í nótt árásir á ýmis skotmörk á Gaza-svæðinu, þar á meðal innanríkisráðuneyti heimastjórnar Palestínumanna og skrifstofur Fatah-hreyfingar Abbas, forseta, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið. Enn er ekkert vitað um hvar ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit, sem rænt var á sunnudaginn, er í haldi og því halda aðgerðir Ísraelshers á Gaza-svæðinu áfram. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið því að herlið verði dregið til baka um leið og Shalit verði skilað heilu og höldnu. Fjölmiðlar í Egyptalandi hafa eftir Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta, að þeir herskáu Palestínumenn sem haldi Shalit hafi boðist til að láta hann lausan að uppfylltum ótilgreindum skilyrðum. Ísraelar hafa ekki brugðist við þeim fréttum eða greint frá því hafa skilyrði hafi verið sett fyrir lausn hans önnur en þau að palestínskum konum og börnum verði sleppt úr ísraelskum fangelsum, en sú krafa var gerð fyrr í vikunni. Ísraelar hafa krafist þess að Shalit verði látinn laus án nokkurra skilyrða. Egypskir sendifulltrúar hafa, að sögn BBC, unnið baki brotnu síðustu daga við að reyna að semja um lausn hermannsins unga. Það var í gær sem fjölmargir þingmenn Hamas-samtakanna, þar á meðal þriðjungur ráðherra í heimastjórn Palestínumanna, voru teknir höndum. Var talið að reynt yrði að skipta á þeim og Shalit en því neita ísraelsk stjórnvöld og segja þá hafa verið tekna höndum þar sem Hamas-liðarnir væru grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Þar sem deilan er enn í hnút halda aðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu áfram og í nótt gerði Ísraelsher loftárásir á ýmis skotmörk á Gaza. Bygging innanríkisráðuneytis heimastjórnarinnar er mikið skemmd. Sprengjum var einnig varpað á skrifstofu Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið í árásunum. Herlið á jörðu niðri er við landamærin að Gaza, bæði í norðri og suðri, en heldur kyrru fyrir á meðan leitað er leiða til að semja um lausn á deilunni. Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Ísraelskar herþotur gerðu í nótt árásir á ýmis skotmörk á Gaza-svæðinu, þar á meðal innanríkisráðuneyti heimastjórnar Palestínumanna og skrifstofur Fatah-hreyfingar Abbas, forseta, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið. Enn er ekkert vitað um hvar ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit, sem rænt var á sunnudaginn, er í haldi og því halda aðgerðir Ísraelshers á Gaza-svæðinu áfram. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið því að herlið verði dregið til baka um leið og Shalit verði skilað heilu og höldnu. Fjölmiðlar í Egyptalandi hafa eftir Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta, að þeir herskáu Palestínumenn sem haldi Shalit hafi boðist til að láta hann lausan að uppfylltum ótilgreindum skilyrðum. Ísraelar hafa ekki brugðist við þeim fréttum eða greint frá því hafa skilyrði hafi verið sett fyrir lausn hans önnur en þau að palestínskum konum og börnum verði sleppt úr ísraelskum fangelsum, en sú krafa var gerð fyrr í vikunni. Ísraelar hafa krafist þess að Shalit verði látinn laus án nokkurra skilyrða. Egypskir sendifulltrúar hafa, að sögn BBC, unnið baki brotnu síðustu daga við að reyna að semja um lausn hermannsins unga. Það var í gær sem fjölmargir þingmenn Hamas-samtakanna, þar á meðal þriðjungur ráðherra í heimastjórn Palestínumanna, voru teknir höndum. Var talið að reynt yrði að skipta á þeim og Shalit en því neita ísraelsk stjórnvöld og segja þá hafa verið tekna höndum þar sem Hamas-liðarnir væru grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Þar sem deilan er enn í hnút halda aðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu áfram og í nótt gerði Ísraelsher loftárásir á ýmis skotmörk á Gaza. Bygging innanríkisráðuneytis heimastjórnarinnar er mikið skemmd. Sprengjum var einnig varpað á skrifstofu Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið í árásunum. Herlið á jörðu niðri er við landamærin að Gaza, bæði í norðri og suðri, en heldur kyrru fyrir á meðan leitað er leiða til að semja um lausn á deilunni.
Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira