Boða vinnustöðvun á sunnudag vegna launadeilu 21. júní 2006 07:14 Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Samkvæmt upplýsingum NFS hafa trúnaðarmenn starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli eða IGS Ground Services, fundað um kaup og kjör starfsmanna með stjórnendum Icelandair í tvo mánuði án árangurs. Flugþjónustan er dótturfélag Icelandair sem aftur er í eigu FL Group. Hjá henni starfar fólk meðal annars í innritun, mötuneyti, hlaðdeild, frakt, flugeldhúsi og veitingaþjónustu. Trúnaðarmenn gerðu starfsfólki grein fyrir stöðu mála á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þegar ljóst var að ekkert hafði þokast í viðræðunum mátti að sögn greina mikla reiði meðal starfsfólks. Trúnaðarmenn starfsmanna ákváðu þá þegar að draga sig út úr viðræðum og munu hafa ráðið starfsmönnum frá því að grípa til aðgerða á meðan til Samtök atvinnulífsins reyna að tryggja launahækkun. Með þeirri aðgerð trúnaðarmann að draga sig út úr viðræðunum verður að sögn heimildarmanns ekki hægt að bendla verkalýðsfélög starfsmanna við aðgerðir þeirra. Gengið var til atkvæðagreiðslu um hvenær væri réttast að leggja niður vinnu til að láta í ljós óánægju með kjör og vinnuaðstöðu. Niðurstaðan var sú að gera það milli klukkan fimm og átta á sunnudagsmorgun, á háannatíma. Talsmaður starfsfólks, sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við brottrekstur, sagði í samtali við NFS að laun hefðu lítið hækkað í nokkur ár og reiði starfsmanna magnast á fundinum í gær. Starfsfólk ætli að leggja niður vinnu á sunnudagsmorgun til að vekja athygli á stöðu mála og biður farþega um að sýna aðgerðunum skilning. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, sagði í samtali við NFS í gærkvöld að málið væri í skoðun og ætla mætti að nokkur töf yrði á flugi til og frá landinu ef af aðgerðum starfsfólksins yrði. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Samkvæmt upplýsingum NFS hafa trúnaðarmenn starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli eða IGS Ground Services, fundað um kaup og kjör starfsmanna með stjórnendum Icelandair í tvo mánuði án árangurs. Flugþjónustan er dótturfélag Icelandair sem aftur er í eigu FL Group. Hjá henni starfar fólk meðal annars í innritun, mötuneyti, hlaðdeild, frakt, flugeldhúsi og veitingaþjónustu. Trúnaðarmenn gerðu starfsfólki grein fyrir stöðu mála á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þegar ljóst var að ekkert hafði þokast í viðræðunum mátti að sögn greina mikla reiði meðal starfsfólks. Trúnaðarmenn starfsmanna ákváðu þá þegar að draga sig út úr viðræðum og munu hafa ráðið starfsmönnum frá því að grípa til aðgerða á meðan til Samtök atvinnulífsins reyna að tryggja launahækkun. Með þeirri aðgerð trúnaðarmann að draga sig út úr viðræðunum verður að sögn heimildarmanns ekki hægt að bendla verkalýðsfélög starfsmanna við aðgerðir þeirra. Gengið var til atkvæðagreiðslu um hvenær væri réttast að leggja niður vinnu til að láta í ljós óánægju með kjör og vinnuaðstöðu. Niðurstaðan var sú að gera það milli klukkan fimm og átta á sunnudagsmorgun, á háannatíma. Talsmaður starfsfólks, sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við brottrekstur, sagði í samtali við NFS að laun hefðu lítið hækkað í nokkur ár og reiði starfsmanna magnast á fundinum í gær. Starfsfólk ætli að leggja niður vinnu á sunnudagsmorgun til að vekja athygli á stöðu mála og biður farþega um að sýna aðgerðunum skilning. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, sagði í samtali við NFS í gærkvöld að málið væri í skoðun og ætla mætti að nokkur töf yrði á flugi til og frá landinu ef af aðgerðum starfsfólksins yrði.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira