Baugsdómur á morgun 14. mars 2006 19:02 Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Dómurinn á morgun fjallar um átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Stóru málunum var vísað frá og eru í dag í rannsókn setts saksóknara sem leggur á það mat innan tíðar hvort ákært verður í þeim málum að nýju. Á meðan menn bíða eftir dómi á morgun er rannsókn enn í gangi gagnvart liðunum 32 sem vísað var frá. Verjendur Baugsmanna eru ævareiðir yfir leka frá þeirri rannsókn til fjölmiðla. Segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar það nöturlegt að heyra það í fréttum RUV á föstudag að lögð hafi verið fram ný gögn í málinu sem yfirheyrt verður útaf nú í vikunni. Hefði hann sjálfur ekki fengið þessi göng í hendur þegar greint var frá málinu í fjölmiðlum. NFS er ekki kunnugt um eðli þessara nýju gagna en áformað var að verjendur yrðu kallaðir í yfirheyrslu vegna þeirra í dag og næstu daga. Það hefur þótt tíðindum sæta að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskitafélagi Baugsmanna og upphafsmaður rannsóknar málsins, hefur verið yfirheyrður að nýju og þá með réttarstöðu sakbornings. Áður var hann yfirheyrður sem vitni og slapp við ákæru þó svo hann hafi játað hlutdeild sína í meintum brotum. Þetta hafa verjendur Baugsmanna gagnrýnt en settur saksóknari, Siguður Tómas Magnússon hefur snúið við blaðinu og mætir Jón Gerald nú sem grunaður maður. Þó að brotin átta sem dæmt verður í á morgun séu veigaminni en þau stórfelldu brot sem vísað var frá kann sá dómur að marka þáttaskil varðandi ákvörðun um hvort ákært verður að nýju í stóru málunum. Segja kunnugir að hluti dómsins á morgun tengist hinum meintu stórfelldu ólöglegu lánafyrirgreiðslu til Buagsmanna sem enn eru til skoðunar hjá settum saksóknara. Baugsmálið Dómsmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Dómurinn á morgun fjallar um átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Stóru málunum var vísað frá og eru í dag í rannsókn setts saksóknara sem leggur á það mat innan tíðar hvort ákært verður í þeim málum að nýju. Á meðan menn bíða eftir dómi á morgun er rannsókn enn í gangi gagnvart liðunum 32 sem vísað var frá. Verjendur Baugsmanna eru ævareiðir yfir leka frá þeirri rannsókn til fjölmiðla. Segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar það nöturlegt að heyra það í fréttum RUV á föstudag að lögð hafi verið fram ný gögn í málinu sem yfirheyrt verður útaf nú í vikunni. Hefði hann sjálfur ekki fengið þessi göng í hendur þegar greint var frá málinu í fjölmiðlum. NFS er ekki kunnugt um eðli þessara nýju gagna en áformað var að verjendur yrðu kallaðir í yfirheyrslu vegna þeirra í dag og næstu daga. Það hefur þótt tíðindum sæta að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskitafélagi Baugsmanna og upphafsmaður rannsóknar málsins, hefur verið yfirheyrður að nýju og þá með réttarstöðu sakbornings. Áður var hann yfirheyrður sem vitni og slapp við ákæru þó svo hann hafi játað hlutdeild sína í meintum brotum. Þetta hafa verjendur Baugsmanna gagnrýnt en settur saksóknari, Siguður Tómas Magnússon hefur snúið við blaðinu og mætir Jón Gerald nú sem grunaður maður. Þó að brotin átta sem dæmt verður í á morgun séu veigaminni en þau stórfelldu brot sem vísað var frá kann sá dómur að marka þáttaskil varðandi ákvörðun um hvort ákært verður að nýju í stóru málunum. Segja kunnugir að hluti dómsins á morgun tengist hinum meintu stórfelldu ólöglegu lánafyrirgreiðslu til Buagsmanna sem enn eru til skoðunar hjá settum saksóknara.
Baugsmálið Dómsmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira