Erlent

Nýju ári fagnað í Ástralíu

Sjónarspilið var mikið á hafnarbrúnni í Sydney á miðnætti.
Sjónarspilið var mikið á hafnarbrúnni í Sydney á miðnætti. MYND/AP

Þótt enn séu nokkrir tímar eftir að árinu 2006 hér á landi eru íbúar annars staðar í heiminum þegar farnir að fagna nýju ári, þar á meðal í Sydney í Ástralíu. Þar eru talið að um milljón manns hafi safnast saman til þess að berja augum hina árlegu flugeldasýningu á hafnarbrúnni í þessari stærstu borg Ástralíu þegar árið 2007 var hringt inn klukkan eitt að íslenskum tíma.

Að sögn skipuleggjenda hefur flugeldasýningin aldrei verið glæislegri enda er því fagnað að 75 ár verða í mars frá því að brúin var opnuð.

Á Filippseyjum fagna menn hins vegar árinu eins og hér á landi með því að sprengja sjálfir flugelda en þar hefur lögreglan skorið upp herör gegn of stórum sprengjum til þess að koma í veg fyrir slys.

Þrátt fyrir það hafa nærri 300 manns slasast á síðustu tveimur vikum við að nota flugelda og með því að skjóta af byssum í fagnaðarskyni. Telja margir Filippseyingar að með því að sprengja flugelda hreki þeir á bott illa anda og ógæfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×