Erlent

Sex sprengjutilræði í Bangkok í dag

Að minnsta kosti 20 manns særðust þegar sex litlar sprengjur sprungu í Bangkok, höfuðborg Taílands, í morgun. Sprengjurnar sprungu á innan við klukkustund, þar af ein við strætisvagnabiðstöð fyrir utan verslunarmiðstöð og þar særðust 15, þar af tveir alvarlega. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðunum á hendur sér en herskáir múslímar hafa staðið fyrir sams konar árásum í suðurhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×