Erlent

67 ára móðir í Barcelona

67 ára gömul spænsk kona eignaðist í gær tvíbura og er þar með orðin elsta móðir í heimi. Eftir því sem fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins varð konan ófrísk eftir að hafa gengist undir frjósemismeðferð í Suður-Ameríku en þetta voru fyrstu börn konunnar.

Að sögn lækna á Sant Pau sjúkrahúsinu í Barcelona voru tvíburarnir teknir með keisaraskurði og verða þeir á sjúkrahúsi ásamt móður sinni í nokkra daga, en öllum heilsast vel. Konan sem um ræðir er einu ári eldri en hin rúmenska Adriana Iliescu sem ól stúlku í janúar fyrir tæpum tveimur árum og varð þar með elsta móðir í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×