Drogba er funheitur 27. september 2006 21:21 Didier Drogba hefur farið á kostum undanfarið og skorar grimmt - á meðan félagi hans og stórstjarna Andriy Shevchenko hefur ekki skorað í sex leikjum í röð NordicPhotos/GettyImages Jose Mourinho var skiljanlega í skýjunum yfir framherja sínum Didier Drogba eftir leikinn við Levski Sofia í Meistaradeildinni í kvöld, en Fílstrendingurinn sterki skoraði þrennu í 3-1 sigri Chelsea í Búlgaríu. "Drogba er funheitur núna og skorar grimmt bæði í Evrópu og í deildinni. Hann er ekki bara að skora grimmt, heldur vinnur hann vel fyrir liðið og þetta er því frábær dagur fyrir hann og liðið," sagði Mourinho í samtali við Sky sjónvarpsstöðina eftir leikinn í kvöld. Drogba sjálfur er ekkert að missa sig þó hann hafi verið iðinn við kolann undanfarið og hafi skorað 7 mörk í 8 leikjum á tímabilinu. "Ok, ég skoraði þrennu í kvöld og er sáttur við það, en það mikilvægasta er að við náðum í þrjú stig á útivelli í Meistaradeildinni. Það er engu að síður gaman að ná að skora sína fyrstu þrennu fyrir liðið, því ég hef verið að keppast við að ná þeim áfanga síðan ég gekk í raðir Chelsea. Mér líður vel á vellinum og nýt mín til fullnustu þessa dagana," sagði Drogba. Jose Mourinho viðurkenndi að lið sitt hefði þó ekki spilað sérlega vel í Sofia í kvöld og benti á að þrátt fyrir sigurinn væri enn langt í land með að komast upp úr riðlinum erfiða. "Ef Bremen fær sex stig úr leikjum sínum gegn Levski er ég hræddur um að þessi riðill verði gríðarlega erfiður. Ég held að við þurfum að minnsta kosti tíu eða ellefu stig til að fara áfram úr þessum riðli. Við erum enn að bæta okkur sem lið og höfum unnið sex síðustu leiki okkar án þess að spila sérlega vel - svo við erum líklega í ágætri stöðu eftir allt," sagði Mourinho. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Jose Mourinho var skiljanlega í skýjunum yfir framherja sínum Didier Drogba eftir leikinn við Levski Sofia í Meistaradeildinni í kvöld, en Fílstrendingurinn sterki skoraði þrennu í 3-1 sigri Chelsea í Búlgaríu. "Drogba er funheitur núna og skorar grimmt bæði í Evrópu og í deildinni. Hann er ekki bara að skora grimmt, heldur vinnur hann vel fyrir liðið og þetta er því frábær dagur fyrir hann og liðið," sagði Mourinho í samtali við Sky sjónvarpsstöðina eftir leikinn í kvöld. Drogba sjálfur er ekkert að missa sig þó hann hafi verið iðinn við kolann undanfarið og hafi skorað 7 mörk í 8 leikjum á tímabilinu. "Ok, ég skoraði þrennu í kvöld og er sáttur við það, en það mikilvægasta er að við náðum í þrjú stig á útivelli í Meistaradeildinni. Það er engu að síður gaman að ná að skora sína fyrstu þrennu fyrir liðið, því ég hef verið að keppast við að ná þeim áfanga síðan ég gekk í raðir Chelsea. Mér líður vel á vellinum og nýt mín til fullnustu þessa dagana," sagði Drogba. Jose Mourinho viðurkenndi að lið sitt hefði þó ekki spilað sérlega vel í Sofia í kvöld og benti á að þrátt fyrir sigurinn væri enn langt í land með að komast upp úr riðlinum erfiða. "Ef Bremen fær sex stig úr leikjum sínum gegn Levski er ég hræddur um að þessi riðill verði gríðarlega erfiður. Ég held að við þurfum að minnsta kosti tíu eða ellefu stig til að fara áfram úr þessum riðli. Við erum enn að bæta okkur sem lið og höfum unnið sex síðustu leiki okkar án þess að spila sérlega vel - svo við erum líklega í ágætri stöðu eftir allt," sagði Mourinho.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sjá meira