Erlent

Þrír fórust eftir sjálfsmorð

Björgunarstarfsmenn við lestarteinana í gær.
Björgunarstarfsmenn við lestarteinana í gær. MYND/AP

Tveir lögregluþjónar og einn útfararstjóri fórust þegar þeir urðu fyrir lest í vesturhluta Austurríkis í gær, en mennirnir höfðu verið að fjarlægja lík manns sem talið er að hafi framið sjálfsmorð á lestarteinunum.

Slysið varð skömmu eftir klukkan 10 að staðartíma nærri bænum Lochau am Bodensee skammt frá þýsku landamærunum, en lestin var á leið frá München til Zürich.

Að sögn Manfreds Bliem, talsmanns lögreglu, er talið að mennirnir hafi látist samstundis. Nokkrir aðrir opinberir starfsmenn sem voru á staðnum fengu áfallahjálp eftir slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×