Baugsdómur á morgun 14. mars 2006 19:02 Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Dómurinn á morgun fjallar um átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Stóru málunum var vísað frá og eru í dag í rannsókn setts saksóknara sem leggur á það mat innan tíðar hvort ákært verður í þeim málum að nýju. Á meðan menn bíða eftir dómi á morgun er rannsókn enn í gangi gagnvart liðunum 32 sem vísað var frá. Verjendur Baugsmanna eru ævareiðir yfir leka frá þeirri rannsókn til fjölmiðla. Segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar það nöturlegt að heyra það í fréttum RUV á föstudag að lögð hafi verið fram ný gögn í málinu sem yfirheyrt verður útaf nú í vikunni. Hefði hann sjálfur ekki fengið þessi göng í hendur þegar greint var frá málinu í fjölmiðlum. NFS er ekki kunnugt um eðli þessara nýju gagna en áformað var að verjendur yrðu kallaðir í yfirheyrslu vegna þeirra í dag og næstu daga. Það hefur þótt tíðindum sæta að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskitafélagi Baugsmanna og upphafsmaður rannsóknar málsins, hefur verið yfirheyrður að nýju og þá með réttarstöðu sakbornings. Áður var hann yfirheyrður sem vitni og slapp við ákæru þó svo hann hafi játað hlutdeild sína í meintum brotum. Þetta hafa verjendur Baugsmanna gagnrýnt en settur saksóknari, Siguður Tómas Magnússon hefur snúið við blaðinu og mætir Jón Gerald nú sem grunaður maður. Þó að brotin átta sem dæmt verður í á morgun séu veigaminni en þau stórfelldu brot sem vísað var frá kann sá dómur að marka þáttaskil varðandi ákvörðun um hvort ákært verður að nýju í stóru málunum. Segja kunnugir að hluti dómsins á morgun tengist hinum meintu stórfelldu ólöglegu lánafyrirgreiðslu til Buagsmanna sem enn eru til skoðunar hjá settum saksóknara. Baugsmálið Dómsmál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Dómurinn á morgun fjallar um átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Stóru málunum var vísað frá og eru í dag í rannsókn setts saksóknara sem leggur á það mat innan tíðar hvort ákært verður í þeim málum að nýju. Á meðan menn bíða eftir dómi á morgun er rannsókn enn í gangi gagnvart liðunum 32 sem vísað var frá. Verjendur Baugsmanna eru ævareiðir yfir leka frá þeirri rannsókn til fjölmiðla. Segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar það nöturlegt að heyra það í fréttum RUV á föstudag að lögð hafi verið fram ný gögn í málinu sem yfirheyrt verður útaf nú í vikunni. Hefði hann sjálfur ekki fengið þessi göng í hendur þegar greint var frá málinu í fjölmiðlum. NFS er ekki kunnugt um eðli þessara nýju gagna en áformað var að verjendur yrðu kallaðir í yfirheyrslu vegna þeirra í dag og næstu daga. Það hefur þótt tíðindum sæta að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskitafélagi Baugsmanna og upphafsmaður rannsóknar málsins, hefur verið yfirheyrður að nýju og þá með réttarstöðu sakbornings. Áður var hann yfirheyrður sem vitni og slapp við ákæru þó svo hann hafi játað hlutdeild sína í meintum brotum. Þetta hafa verjendur Baugsmanna gagnrýnt en settur saksóknari, Siguður Tómas Magnússon hefur snúið við blaðinu og mætir Jón Gerald nú sem grunaður maður. Þó að brotin átta sem dæmt verður í á morgun séu veigaminni en þau stórfelldu brot sem vísað var frá kann sá dómur að marka þáttaskil varðandi ákvörðun um hvort ákært verður að nýju í stóru málunum. Segja kunnugir að hluti dómsins á morgun tengist hinum meintu stórfelldu ólöglegu lánafyrirgreiðslu til Buagsmanna sem enn eru til skoðunar hjá settum saksóknara.
Baugsmálið Dómsmál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira