Erlent

Írakar reyna við þjóðarsátt

Írakar munu halda þjóðarsáttarráðstefnu í næstu viku, nánar tiltekið þann 16. des. að því er fram kemur í fréttum sjónvarpsstöðvar á vegum íraska ríkisins í kvöld. Forsætisráðherrann Nuri al-Maliki tilkynnti á þriðjudag að leiðtogar helstu stjórnmálaafla Íraks muni hittast um miðjan desember án þess að tilgreina nánari tímasetningu.

Ekki var tekið fram hvort vígahópar súnnímúslima, sem mótfallnir eru stjórvöldum myndu sækja ráðstefnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×