Erlent

Búið að bjarga 9 af 14 eftir skipsskaða við Gotland

Tvær þyrlur hafa bjargað níu manns úr sjónum eftir að flutningaskip fór á hliðina skammt frá sænsku eyjunum Eylandi og Gotlandi í aftakaveðri. Alls voru 14 manns í áhöfn skipsins, 4 Svíar og 10 Filippseyingar. Mikil ölduhæð og blindbylur gera allt björgunarstarf ákaflega erfitt.

Skipsskrokkurinn marar enn í hálfu kafi og áhafnarmeðlimirnir halda sér í hann af öllu afli en eru orðnir lerkaðir eftir rúmlega tveggja tíma slark. Vettvangsstjóri björgunarsstarfsins segir að ómögulegt sé að koma mönnunum til hjálpar eins og er, enda sé ölduhæðin 4-5 metrar. Því muni björgunarmenn bíða átekta en þó reyna að grípa inn í ef mennirnir líti út fyrir að vera að missa takið á skipinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×