Hundakjöt verður sífellt vinsælla meðal norður-kóreskra kvenna, en þessi kóreski þjóðarréttur er talinn vera góður fyrir húðina. Bæði í Suður- og Norður-Kóreu er hundakjöt sagt gott fyrir úthald og auka hreysti og er vinsælt á heitum sumardögum.
Norður-Kórea hefur sérhæft sig í ljúffengum hundakjötsréttum, en þar í landi er hundakjöt kallað „hið sæta kjöt“. 35 af hundraði suður-kóreskra hundaeigenda gæða sér einnig reglulega á hundasúpu. Hundakjöt er einnig vinsælt í Kína, Víetnam og Laos.