Erlent

Annar Rússi í lífshættu vegna geislunar

Dmitry Kovbun.
Dmitry Kovbun. MYND/AP

Annar Rússi, Dmitry Kovtun, er í lífshættu vegna póloneitrunar, sem er sama geislavirknin og varð njósnaranum fyrrverandi, Alexander Litvinenko, að bana þann 24. nóvember. Rússneska Interfax-fréttastofan hefur þetta eftir ónefndum heimildarmönnum. Dmitry Kovtun hitti Litvinenko þann 1. nóvember, sama dag og eitrað var fyrir Litvinenko.

Kovtun er eitt lykilvitna í morðrannsókninni á Litvinenko og hefur verið yfirheyrður af breskum og rússneskum leynilögregluþjónustumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×