Erlent

Framkvæmdastjórn ESB segir framlag Tyrkja jákvætt

MYND/AP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir þá ákvörðun tyrknesku ríkisstjórnarinnar um að opna hafnir sínar á Kýpur jákvætt framlag til aðildarviðræðnanna sem nú standa yfir. Tyrkir kváðust í morgun ætla að heimila flutninga á vörum til og frá gríska hluta Kýpur í gegnum eina höfn og einn flugvöll á tyrkneska hlutanum þó gegn ákveðnum skilyrðum. Bakslag kom í aðildarviðræður ESB og Tyrklands á dögunum vegna Kýpurdeilunnar en nú er vonast til að skriður komist á þær á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×